Hvað er markþjálfun (coaching)?
Markþjálfun (coaching) er aðferðafræði sem miðar að því að hjálpa einstaklingum við að finna sín markmið og upplifa þau. Henni er beitt á viðfangsefni tengd bæði vinnu og einkalífi. Markþjálfun má gróflega skipta upp í stjórnendaþjálfun (executive coaching) og lífsþjálfun (life coaching). Stjórnendaþjálfun miðar sérstaklega að því að bæta árangur stjórnenda en í lífsþjálfun er fremur unnið með viðfangsefni tengd einkalífinu.

Í markþjálfun gefst einstaklingum tækifæri til að skoða sjálfa sig, störf sín og hegðun í fullum trúnaði með markþjálfa sem til þess hefur hlotið sérstaka þjálfun. Um samtal er að ræða þar sem marksækinn (coachee) velur umræðuefnið en markþjálfinn (coach) stýrir samtalinu.

Hvaða hag hafa einstaklingar af markþjálfun?
Markþjálfun er þroskandi og skemmtilegt lærdómsferli. Markþjálfun getur hjálpað einstaklingi að ná betri árangri í lífi og starfi, getur bætt samskipti hvort sem er í vinnu eða einkalífi og aðstoðað einstaklinga við að ná markmiðum sínum og aukinni lífshamingju.

Prufaðu frítt