Allt sem við gerum byrjar í heilanum
Hvernig við hugsum, bregðumst við öðrum, tökum ákvarðanir, eigum samskipti, veljum okkur störf, stjórnum fólki og ölum upp börnin okkar – það veltur allt á því hvernig við hugsum. Kostirnir sem fylgja því að skilja sitt eigið hugsnið eru meðal annars að mynda betri tengsl, vera virkari þátttakandi í teymisvinnu og taka skynsamlegar og réttar ákvarðanir. Að taka betri ákvarðanir um vinnu og starfsferil eða velja rétta fagið eða námsleiðina getur með tímanum leitt til uppbyggilegra og meira gefandi einkalífs og atvinnulífs.
Til að skilja hugsnið okkar – þurfum við að nota vottað og vel rannsakað mælitæki. Við höfum valið að bjóða upp á Neethling hugmælitækið („Neethling Brain Instrument“), NBI™, sem grunn áreiðanlegra upplýsinga um hughneigðir og skilgreiningu á heildarhugsun.
NBI-hugsnið gefa vísbendingar um hvernig:
- við komum fram við aðra
- við stundum viðskipti
- við eigum samskipti
- við leysum vandamál
- við kjósum að forgangsraða
- við myndum tengsl
Hugsnið okkar gefur vísbendingu um hvernig við hneigjumst til að eiga samskipti, stjórna, læra, kenna, leiða, leysa vandamál, taka ákvarðanir og mynda sambönd og margar fleiri hliðar lífsins. Kostirnir sem fylgja því að skilja þitt eigið hugsnið eru m.a. að þú myndar betri tengsl, ert virkari þátttakandi í teymisvinnu og tekur skynsamlegar og viðeigandi ákvarðanir.
Þó að „hughneigðir“ okkar geti stundum verið gagnlegar við ákveðnar aðstæður geta þær einnig dregið úr getu okkar til að starfa vel og markvisst. Til að við getum orðið skilvirkari – bæði persónulega og í atvinnulífinu – þurfum við að skilja hughneigðir okkar betur.
Gerð hafa verið snið af yfir 2.000.000 einstaklingum á ýmsum aldri frá mörgum löndum með NBI™. Áframhaldandi rannsóknir við fjölda háskóla og stofnanir eru enn ómissandi hluti af heilavísindum. Nú eru til 20 mismunandi NBI™-greiningar til bæði persónulegra og viðskiptalegra nota.
Þegar snið yfir hughneigðir er skoðað er mikilvægt að hafa þetta í huga:
Ekkert hugsnið er gott eða slæmt, rétt eða rangt.Hughneigð er ekki það sama og færni – maður hefur mögulega áhuga á einhverju en er ekki mjög góður í því og öfugt.
Hátt skor í einhverjum fjórðungi þarf ekki að þýða að þú hneigist til ALLRA þátta þess fjórðungs.
Hugsnið getur breyst, en aðeins ef fyrir því er sterk ástæða.
Maður getur þróað hugsun sína í fjórðungum sem maður hneigist minna til með skapandi hugæfingum.
Hvers vegna ættir þú að nýta þér NBI huggreiningar?
Aðallega vegna þess hversu auðskiljanlegar þær eru, hversu auðvelt að læra og skilja NBI fræðin og umfram allt, hversu auðvelt er að beita NBI-þekkingunni við raunverulegar aðstæður.
Kobus Neethling og teymi hans hefur unnið að NBI™ þannig að það er orðið mjög fágað og háþróað. 8 vídda líkanið af hughneigðum gefur kost á djúpri innsýn í hugsnið einstaklinga og hópa. Til glöggvunar og til að veita smá innsýn í hvað má lesa úr NBI-hugsniði með einföldum hætti er hér smá listi yfir hvað einkennir þá sem hafa ríka hughneigð í eftirtöldum ferningum:
Stutt lýsing á fjórum grunnhughneigðum NBI
Ríkjandi blá (L1) hugsun snýst í hnotskurn um að …
- halda sig við kjarna málsins og hafa sitt á hreinu
- vera nákvæmur og greinandi
- vera röklegur og horfast í augu við staðreyndir
- vera hlutlægur og láta ekki tilfinningar þvælast fyrir sér
- ástunda vísindaleg, einbeitt og öguð vinnubrögð
- greina öll gögn og komast þannig að rótum vandans
- hafa skynsemina ávallt að leiðarljósi
- vera gagnrýninn og hreinskilinn
- vera jarðbundinn og raunsær
- átta sig á því að molar eru líka brauð (smámunasamur)
- reikna, mæla, vega og meta
Ríkjandi græn (L2) hugsun snýst í hnotskurn um að …
- viðhalda öryggi sínu í öllum myndum
- fara gætilega, eitt skref í einu og gera hlutina í réttri röð
- vera árangurs- og verkefnadrifinn
- halda í hefðirnar – að breyta ekki bara breytinganna vegna
- vera skipulagður og halda yfirsýn
- vera snyrtilegur og hafa allt í röð og reglu
- láta ekki glepjast – vera staðfastur
- vera stundvís og bera virðingu fyrir tíma annarra
- fara ekki af stað nema öll smáatriði séu á hreinu (vera ítarlegur)
- leggja áherslu á framkvæmda-, verk- og kostnaðaráætlanir
Ríkjandi rauð (R2) hugsun snýst í hnotskurn um að …
- láta sér lynda við annað fólk – vera félagslyndur
- sýna virðingu og hlýju í framkomu við aðra
- nota virka hlustun, hlusta eftir því sem ekki er sagt
- eiga auðvelt með að afla sér fylgjenda
- hafa stemninguna góða og andrúmsloftið létt
- hafa hugrekki til að viðurkenna og vinna með tilfinningar
- vera óhræddur við nánd og snertingu
- hafa persónuleg gildi að leiðarljósi
- nýta innsæi sitt og næmni fyrir líðan annarra
- bera virðingu fyrir fjölbreytileika fólks
Ríkjandi gul (R1) hugsun snýst í hnotskurn um að …
- vera frjáls og fyrirbyggja stöðnun
- hugsa út fyrir kassann og gera tilraunir með nýjar aðferðir
- sjá hlutina með annarra augum
- skapa og leyfa listrænum hæfileikum að njóta sín
- hafa mörg járn í eldinum
- vera ráðsnjall og kænn – koma fram með nýjar lausnir á gömlum vandamálum
- sjá fram í tímann
- leyfa ímyndunaraflinu að njóta sín
- vera óhræddur við að samþætta ólíkar hugmyndir
- skoða heildarmyndina
Einstaklingar með ólík hugsnið hafa ólíka sýn á heiminn og oft ólíkt gildismat.
Þekking og skilningur á NBI og heildarhugsun fæðir af sér umburðalyndi.
Nokkrar mikilvægar staðreyndir um NBI
- NBI byggir á vísindarannsóknum. Dr. Kobus Neethling þróaði NBI með því að gera snið af yfir 200.000 eistaklingum á ýmsum aldri frá mörgum löndum. Áframhaldandi rannsóknir standa yfir við fjölda háskóla og stofnana og eru hluti af heilavísindum eins og þau standa nú.
- Heimsþekktir sérfræðingar stýra NBI. Dr. Neethling, sem Bandaríska líffræðistofnunin hefur viðurkennt sem einn af 500 „Áhrifamiklum leiðtogum“, leiðir NBI af miklum eldmóði. Það sem er enn meira spennandi er það alþjóðlega teymi sérfræðinga og fagmanna sem deila þeim eldmóði og hafa kosið að tileinka sér NBI.
- NBI er ekki „ný uppfinning“ eða tískubóla. Meginreglurnar sem NBI byggist á voru uppgötvaðar á sjöunda áratugnum. Það sem gerir NBI skilvirkt og áhrifaríkt er að með því eru flóknar vísindalegar mælingar sem hafa verið gerðar á löngum tíma teknar saman í einfaldar athuganir sem geta auðgað líf okkar.
- NBI mun ekki reyna að breyta þér. Þú ert einstök mannvera og það sem þú hefur er fullkomið eins og það er. NBI mun ekki uppfæra þig til „betri gerðar“, heldur veitir þér leiðbeiningar til að skilja sjálfa(n) þig betur og aðstoða við að gera það besta með því sem þú hefur.
- NBI mun ekki mæla rétt eða rangt. NBI mælir ekki gott eða slæmt, velgengni eða mistök. Þegar þú tekur NBI-greiningu, koma engin neikvæð leyndarmál um þig í ljós, og jafnvel án þess að meta þig getum við veitt þér smá innanbúðarvitneskju: „Í þér er alls ekkert sem er lýsa má sem slæmu eða sem mun leiða til þess að þér mistakist.
- Auðvelt er að hrinda niðurstöðum NBI í framkvæmd. Gríðarmiklum tíma og vinnu var varið í að þróa NBI sem tæki fyrir alla. Við erum stolt af því að í notkunarleiðbeiningunum okkar er ekkert óþarfa „nördatal“ eða torskiljanleg hugtök.
- NBI mun gagnast fyrirtækinu þínu og einkalífi. NBI hefur gert 20 mismunandi mælitæki sem nýtast bæði einstaklingum og fyrirtækjum. Við bjóðum viðeigandi tillögur fyrir starfsferil þinn, sambönd og námsmynstur og allt þar á milli.
Til að geta tekið NBI-greiningu þarft þú að vera með lykilorð frá Góðandaginn.is
Ef þú hefur það þá heldur þú áfram.
Ef þú hefur áhuga á að kaupa NBI-greiningu getur þú sent okkur póst á anna.claessen@gmail.com
Það tekur um það bil 15-25 mín. að svara báðum hlutum greiningarinnar. Við mælum ekki með því að þú byrjir að svara nema þú hafir næði til að klára báða hlutana greiningarinnar frá upphafi til enda, án þess að vera í stressi með að klára.
Ef þú tekur greininguna í tímaþröng eða stressi eykur það möguleikana á að niðurstöðurnar verði ekki eins nákvæmar.
Svona tekur þú greininguna:
- Þú byrjar á því að lesa þessar leiðbeiningar af gaumgæfni – frá upphafi til enda!
- Smellir svo á takkann hér neðst á síðunni sem færir þig á vefsíðu NBI.
- Sláðu inn tölvupóstfangið þitt sem notendanafn og lykilorðið í “password” reitinn
- Þú velur tungumálið í valmynd 2 – EKKI smella á Íslenska fánann í fyrstu valmyndinni.
Hægt er að taka greininguna á 14 tungumálum – þar á meðal á íslensku. - Ef þú ert að taka tvær greiningar (t.d. ef þú ert að undirbúa þig fyrir námskeiðið „Stjórnandinn sem markþjálfi“ þá er sú fyrri (Adult) á íslensku en sú seinni (Leadership) eingöngu á ensku.
- Fylgdu leiðbeiningunum vel í greiningunni sjálfri, andaðu með nefinu og svaraðu með hjartanu með það að leiðarljósi hvernig þú ert en ekki hvernig þig langar til að vera eða hefur á tilfinningunni að ætlast er til að þú sért í vinnunni. 🙂
Flestar huggreiningar eru tvískiptar.
- Fyrst færðu 30 skjámyndir þar sem þú þarft að forgangsraða 4 fullyrðingum í forgangsröð út frá þínu eigin gildismati og tilfinningu, því sem á best við þig. Fylgdu innsæi þínu. Þetta er eingöngu fyrri hluti greiningarinnar. Algengurstu mistökin sem fólk gerir er að halda að greiningunni sé lokið á þessum tímapunkti. Haltu áfram í næsta hluta.
- Þar birtast þér 16 skjámyndir með fjórum spurningum á hverri skjámynd. Þar velur þú eina fullyrðingu/staðhæfingu umfram aðra. Hér muntu í einhverjum tilfellum lenda í lítilsháttar vandræðum með að velja á milli fullyrðinga – en það á sér eðlilega skýringu sem við ræðum þegar þú færð niðurstöðurnar afhentar.