Anna Claessen
-stofnandi godandaginn.is og ensku útgáfu þess Brighten Your Day
-markþjálfi, einkaþjálfari og skemmtikraftur
-Aðstoðarþjálfari Dale Carnegie
-NBI réttindi, NLP, HAM (CBT) og RTT
Ólst upp í Breiðholtinu og færði mig svo úr Seljaskóla í Tjarnarskóla. Var í dansi frá 4 ára aldri og byrjaði að kenna 16 ára. Hef alltaf verið í listum samhliða námi. Útskrifaðist úr Verzlunarskóla Íslands af alþjóðabraut árið 2004 og flutti svo til Vínar, Austurríkis þar sem ég kláraði BA í fjölmiðlafræði frá Webster University árið 2008 og kenndi dans. Flutti til Íslands 2010 og kynnti zumba æðið fyrir Íslendingum. Flutti svo til Los Angeles árið 2011, þar sem ég tók Associates í söng í Musicians Institute í Hollywood. Þar stofnaði ég einnig eigið fyrirtæki Entertainment Drive-Thru (þar sem ég tók viðtöl við fólk í skemmtanabransanum), söng í hljómsveitinni Anna and the Bells ásamt því að kenna zumba í LA Fitness. Ég skrifaði greinar fyrir The Vienna Review og Pressuna á meðan ég bjó úti. Flutti til Íslands árið 2015 þar sem ég varð móttökustjóri á Centerhotels ásamt því að kenna zumba í World Class. Árið 2017 stofnaði ég svo Dans og Kúltúr ásamt Friðriki Agna Árnasyni, þar sem við skipuleggjum dansviðburði, dansferðir erlendis ásamt því að kenna og sýna dans. Hef einnig kennt zumba, jallabina, Beyonce, Disco, Michael Jackson, Eurovision, jazzballet, samkvæmisdans, brúðarvals og fleiri stíla í Kramhúsinu, Veggsport, NordicaSpa og í fyrirtækjum, skólum og félagsmiðstöðvum. Árið 2018 kláraði ég markþjálfun úr HR og hef síðan bætt við mig NBI greiningu, reiki og tónheilun, yoga nidra, NLP, HAM (CBT) og RTT dáleiðslu. Árið 2020 vildi ég bæta líkamsþjálfun við svo kláraði Einkaþjálfaraskólann og Absolute Training hópþjálfun.
Í dag er ég framkvæmdastjóri Dans og Kúltúr, kenni zumba og jallabina í World Class ásamt því að gigga hjá Kramhúsinu og leika í sjónvarpsþáttum, auglýsingum, og kvikmyndum. Ég markþjálfa og einkaþjálfa samhliða því, enda elska að hjálpa fólki.