ÚR KULNUN Í KRAFT

Hvað gerist við kulnun?
Anna Claessen veit enda fór í massakulnun eftir að hafa unnið of mikið.

Minnisleysi, engin lyst á neinu og lá rúmliggjandi. Hún dó ekki ráðalaus heldur leitaði sér hjálpar. Hún fór í Virk, Stígamót, Geðhjálp og fann sig loks í Hugarafli. Nú vill hún hjálpa öðrum.

Hún  kláraði markþjálfanám í HR árið 2018 og tók NBI greiningarréttindi og Reiki heilararéttindi árið 2019. Hún hefur starfað þrisvar sem aðstoðarmaður Dale Carnegie og klárað fjölda námskeiða sem tengist sjálfsuppbyggingu, m.a. Optimize, Ég elska mig og RTT dáleiðslu. 

Hún hefur haldið fyrirlestra frá unga aldri enda varð yngsti fyrirlesari í HÍ árið 1999. Á fyrirlestrum hennar á degi “Auður í krafti kvenna” og Alþjóða Geðheilbrigðisdeginum fékk hún alla til að rísa úr sætum. 


Hún getur talað um allt frá kulnun, einelti, þunglyndi upp í jákvæða sálfræði, markþjálfun, fyrirtækjarekstur, starfsþjálfun erlendis, erlend sambönd, mismunandi menningu og lífið í Hollywood. Lífið hennar í hnotskurn.

Bókaðu hana í e-mail anna.claessen@gmail.com eða síma 8957357